Erlent

Kafarar fundu flug­rita vélarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla, en flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma vegna mikillar rigningar.
Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla, en flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma vegna mikillar rigningar. Getty

Kafarar á vegum indónesíska hersins hafa fundið flugrita flugvélar Sriwijaya Air sem hrapaði í Jövuhafi um helgina með 62 um borð. AP greinir frá þessu, en vélin hrapaði skömmu eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta á laugardag.

Alls hafa rúmlega 3.600 manns tekið þátt í björgunarstörfum þar sem einnig hefur verið notast við þrettán þyrlur, 54 stærri skip og tuttugu minni báta. Tafir urðu á leitinni að flugritanum eftir að búnaður sem notaður var til leitarinnar eyðilagðist.

Áður hefur verið greint frá því að búið væri að finna brak úr vélinni og líkamsleifar á leitarsvæðinu.

Vél Sriwijaya Air, SJ182, hóf sig á loft frá flugvellinum í höfuðborginni Jakarta á laugardaginn var en hvarf á leið sinni til eyjunnar Borneó. 

Talið er víst að allir innanborðs hafi farist í slysinu.


Tengdar fréttir

Flug­ritinn enn ekki fundinn

Enn hefur ekki tekist að finna flugrita farþegaþotunnar sem fórst undan ströndum Indónesíu á laugardag með 62 innanborðs.

Sækja svarta kassann úr flug­vélinni sem hrapaði

Búið er að staðsetja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði stuttu eftir flugtak á Jakarta í Indónesíu í gær. Björgunarskip hafa haldið út aðgerðum frá því í gær og kafarar sjóhersins ættu fljótlega að geta sótt kassann, sem er í hafinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×