Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 23:47 Eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og langt aðlögunarferli hafa nýjar reglur tekið gildi. Getty/Peter Boer Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins. Brexit Bretland Holland Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins.
Brexit Bretland Holland Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira