Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2021 11:41 Gylfi Þór Þorsteinsson hefur engar áhyggjur af stöðu mála í farsóttarhúsinu. „Það er aldrei vandamál að sinna fólki. Þetta verður ekkert vesen.“ Júlíus Sigurjónsson Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og hafnar sýnatöku þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að skylda tvöfalda sýnatöku en ráðherra taldi þessa leið betri kost. Gylfi á ekki von á mikilli fjölgun í farsóttarhúsunum vegna breyttra reglna. „Nei, ég held nú ekki. Ég held það verði ekki margir sem velji þessa leið satt að segja,“ segir Gylfi Þór. Hann á ekki von á að meira vesen verði á því fólki en öðru sem dvelur á farsóttarhúsinu. „Þegar þú tekur ákvörðun um að sleppa sýnatöku veistu við hverju þú átt að búast. Ég held að þetta verði ekki mikið vesen,“ segir Gylfi Þór. Hann nefnir þó að tvær vikur á farsóttarhúsinu sé ekki óskastaða fyrir neinn. „Þetta eru ekki stór herbergi, þú vilt frekar vera annars staðar. Þú færð mat þrisvar á dag og við reynum að sinna grunnþörfum hvort sem er með spjalli eða annað,“ segir Gylfi Þór. „Fjórtán dagar inni hjá okkur er engin sæla. Ég get alveg sagt ykkur það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sóttvarnarhúsi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun. 10. janúar 2021 23:15 Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. 9. janúar 2021 22:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og hafnar sýnatöku þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að skylda tvöfalda sýnatöku en ráðherra taldi þessa leið betri kost. Gylfi á ekki von á mikilli fjölgun í farsóttarhúsunum vegna breyttra reglna. „Nei, ég held nú ekki. Ég held það verði ekki margir sem velji þessa leið satt að segja,“ segir Gylfi Þór. Hann á ekki von á að meira vesen verði á því fólki en öðru sem dvelur á farsóttarhúsinu. „Þegar þú tekur ákvörðun um að sleppa sýnatöku veistu við hverju þú átt að búast. Ég held að þetta verði ekki mikið vesen,“ segir Gylfi Þór. Hann nefnir þó að tvær vikur á farsóttarhúsinu sé ekki óskastaða fyrir neinn. „Þetta eru ekki stór herbergi, þú vilt frekar vera annars staðar. Þú færð mat þrisvar á dag og við reynum að sinna grunnþörfum hvort sem er með spjalli eða annað,“ segir Gylfi Þór. „Fjórtán dagar inni hjá okkur er engin sæla. Ég get alveg sagt ykkur það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sóttvarnarhúsi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun. 10. janúar 2021 23:15 Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. 9. janúar 2021 22:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sóttvarnarhúsi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun. 10. janúar 2021 23:15
Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. 9. janúar 2021 22:49