Von á 1.200 skömmtum frá Moderna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 11:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástandið alvarlegt víða erlendis og hvetur landsmenn frá því að ferðast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Von er á 1.200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna á morgun, sem verður notað til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu berast 1.200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Burðardýr ekki nafngreint vegna hótana og ógnana Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Burðardýr ekki nafngreint vegna hótana og ógnana Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Sjá meira
Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19
Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51