Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar kölluð út vegna slyss í Móskarðs­hnúkum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrlan hefur verið kölluð út vegna slyss á göngufólki í Móskarðshnúkum.
Þyrlan hefur verið kölluð út vegna slyss á göngufólki í Móskarðshnúkum. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú á þriðja tímanum eftir að tilkynning barst um að slys hefði orðið í Móskarðshnúkum.

Beiðni um aðstoð barst frá tveimur göngukonum en ekki hafa fengist upplýsingar um alvarleika slyssins. Viðbúnaður er hins vegar mikill; björgunarsveitir, slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk gæslunnar. 

Björgunaraðilar eru ekki komnir að konunum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.