Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 12:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segist hugsi yfir því að breytingar á skimun fyrir brjóstakrabbameini hafi verið seinkað. Vísir/Getty Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15
Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31
Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31