Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Fimmta andlátið sem tengist mögulega bólusetningu við Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar í gær. Um er að ræða sjöttu alvarlegu tilkynninguna sem stofnunin fær í kjölfar bólusetninga. Við ræðum við forstjóra Lyfjastofnunar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem segir sambærilegar tilkynningar hafa komið upp í nágrannalöndum.

Þá segjum við frá mikilli fjölgun í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg undanfarna daga, en forstöðumaðurinn telur ekki ólíklegt að opna þurfi fleiri hús er fram horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja þar frá upphafi faraldusins.

Einnig verður rætt við björgunarsveitarfólk fyrir austan sem staðið hefur í ströngu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landshlutann í dag, en þar hafa rúður sprungið og þakplötur losnað, svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö, og í beinni hér á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×