Þá segjum við frá mikilli fjölgun í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg undanfarna daga, en forstöðumaðurinn telur ekki ólíklegt að opna þurfi fleiri hús er fram horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja þar frá upphafi faraldusins.
Einnig verður rætt við björgunarsveitarfólk fyrir austan sem staðið hefur í ströngu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landshlutann í dag, en þar hafa rúður sprungið og þakplötur losnað, svo fátt eitt sé nefnt.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö, og í beinni hér á Vísi.