Farið í yfir 60 verkefni í aftakaveðri á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 18:33 Björgunarsveitarmenn að störfum á Djúpavogi. Landsbjörg Nær allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Voru verkefnin orðin ríflega 60 talsins á Austurlandi um klukkan 16 í dag. Aftakaveður hefur verið í landshlutanum og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55
Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05
Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57