Farið í yfir 60 verkefni í aftakaveðri á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 18:33 Björgunarsveitarmenn að störfum á Djúpavogi. Landsbjörg Nær allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Voru verkefnin orðin ríflega 60 talsins á Austurlandi um klukkan 16 í dag. Aftakaveður hefur verið í landshlutanum og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55
Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05
Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57