Innlent

Vestan­verðum Nes­­kaup­­stað lokað fyrir um­ferð vegna af­taka­veðurs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aftakaveður er á Austurlandi.
Aftakaveður er á Austurlandi. Vísir/Vilhelm

Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Búist er við því að veðrið taki að lægja eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður.

Vestanverðum Neskaupstað hefur verið lokað fyrir umferð en það er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna.

Allt hafnarsvæðið er lokað fyrir umferð vegna fjúkandi þakplatna. Norðfjarðarvegi og Naustahvammi hefur einnig verið lokað vegna fjúkandi þakplatna.

Björgunarsveitum hafa borist fjöldi útkalla frá því fyrir klukkan átta í morgun. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum fyrir klukkan átta í morgun. Á Siglufirði losnaði bátur frá bryggju og á Seyðisfirði hafa rúður sprungið, að sögn Landsbjargar. Þar er átta stiga frost og vætulaust, en áfram er hætta á skriðuföllum. Í Neskaupstað hafa björgunarsveitir haft í nægu að snúast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×