Áhyggjuefni hve mikið smituðum hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2021 16:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Við höfum alltaf áhyggjur þegar tölurnar stökkva upp og það kveikir alltaf á viðvörunarbjöllum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þó jákvætt hve margir þeirra sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. Mun fleiri hafa greinst smitaðir af veirunni við landamærin en innanlands frá áramótum. Frá 3. janúar hafa 69 greinst á landamærunum en 42 innanlands. Víðir segir það sem hann hafi mestar áhyggjur af núna, og að það sem greinist við landamærin smitist innan landsins. „Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af núna og sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann reifar hugmyndir sínar um hvernig er hægt að herða tökin á landamærunum,“ segir Víðir. „Við sjáum neyðarástandið í löndunum í kring um okkur. Í Bretlandi, Danmörku og víða í Evrópu er nánast algjört neyðarástand í gangi. Við viljum auðvitað verja okkur eins og hægt er og vonandi fá þessar tillögur sóttvarnalæknis umræðu,“ segir Víðir. Margir koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt Hann segir það hafa verið áskorun að fá fólk til þess að skilja hvað felist í aðgerðum sem eru í gildi á landamærum. Undanfarinn mánuð hafa fáir nýtt sér fjórtán daga sóttkví, eða um 30, og segir Víðir suma eiga erfitt með að skilja tilmælin. Tilmæli yfirvalda séu gefin út á átta tungumálum en margir komi til landsins sem ekki hafa þau tungumál sem móðurmál og hefur því verið aukið eftirlit með þeim sem hafa komið til landsins. „Við sjáum bara hversu miklu samstaðan hjá íslensku þjóðinni hefur skilað í baráttunni en á sama tíma sjáum við aðrar þjóðir þar sem það hefur ekki náðst. Við sjáum það hjá fólki sem kemur frá þeim löndum að það kannski telur að það geti hegðað sér á Íslandi eins og það hegðaði sér heima hjá sér. Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki að við erum komin með aðra menningu í þessu hér,“ segir Víðir. Hann segir flesta þá sem eru nú að koma til landsins koma frá löndum þar sem ástandið er mjög alvarlegt og því sé nauðsynlegt að brýna sóttvarnareglur fyrir fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35 Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili. 9. janúar 2021 13:35
Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. 9. janúar 2021 10:46
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. 8. janúar 2021 18:59