Sport

Dagskráin í dag: Enski bikarinn, körfubolti, NFL og golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ætli Gylfi verði í byrjunarliðinu í dag?
Ætli Gylfi verði í byrjunarliðinu í dag? Tony McArdle/Getty

Það ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi á íþróttarásum Stöðvar 2 Sports í dag. Alls eru fjórtán beinar útsendingar á Stöð 2 Sport og hliðarrásunum í dag.

Fyrsta útsending dagsins er leikur Everton og Rotherham United. Leikurinn er liður í 64 liða úrslitum enska bikarsins en leið Everton ætti að vera nokkuð greið í 32 liða úrslitunum.

QPR og Fulham mætast svo klukkan 14.50 í sömu keppni, klukkan 17.20 er það Arsenal gegn Newcastle og klukkan 19.50 er það Manchester United gegn Watford. Allir þessir leikir eru í þeirri elstu og virtustu bikarkeppni í heimi.

Sevilla og Real Sociedad mætast í spanska boltanum en Granada og Barcelona annars vegar og Osasuna og Real Madrid hins vegar eru einnig á dagskránni.

Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru einnig að fara spila í dag en þeir bæta Bilbao Basket klukkan 16.45. Einnig má finna NBA körfuboltann sem og NFL leiki en allar beinar útsendingar dagsins og kvöldsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×