Fótbolti

Ekkert fær stöðvað Al Arabi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar og félagar eru á blússandi siglingu í deildinni.
Aron Einar og félagar eru á blússandi siglingu í deildinni. Simon Holmes/Getty Images

Íslendingaliðið Al Arabi er á mikilli siglingu í katarska boltanum. Liðið vann í dag fjórða deildarsigurinn í röð.

Al Arabi vann í dag 1-0 sigur á Al Ahlo Doha. Fyrsta og eina mark leiksins kom strax á tuttugu mínútu en Al Arabi átti mun fleiri skot að marki Al Ahli.

Aron Einar Gunnarsson spilaði að venju allan leikinn inn á miðju Al Arabi sem er kominn upp í sjöunda sætið eftir fjórða deildarsigurinn í röð.

Tólf lið eru í deildinni en Al Arabi er með átján stig í sjöunda sætinu. Einungis fimm stig eru upp í þriðja sætið.

Aron Einar leikur með liðinu eins og áður segir en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins. Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari og Bjarki Már Ólafsson í starfsliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.