Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Forsætisráðherra segir að óeirðirnar séu árás á lýðræðið.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður farið yfir stöðuna vestanhafs með Evu Bergþóru Guðbergsdóttur fréttaritara okkar í Bandaríkjunum.

Sóttvarnalæknir hefur að nýju lagt til við ráðherra að allir verði skikkaðir í skimun við landamærin. Tuttugu og fimm hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar innanlands og á landamærum.

Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verður farið yfir stöðu loðnuleitar við Ísland og rætt við framkvæmdastjóra Heimilis og skóla um nektarmyndir sem börn hafa fengið greitt fyrir að senda. Að lokum verður litið við í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni – þar sem jólunum var fagnað í dag.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.