Erlent

Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci

Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs.

Í yfirlýsingunni segist Trump algjörlega ósammála niðurstöðu forsetakosninganna og að staðreyndirnar standi með þeirri skoðun hans, sem er þó ekki raunin. Valdaskiptin þann 20. janúar verði þó friðsæl.

Hann ýjar svo áfram að því að brögð hafi verið í tafli en hann hefur fullyrt að kosningasvik hafi átt sér stað og að Demókratar hafi stolið sigrinum. Engar sannanir liggja fyrir um slíkt.

„Ég hef alltaf sagt að við munum halda áfram baráttu okkar fyrir því að öll löggild atkvæði hafi verið talin.

Á meðan þetta þýðir að stórkostlegasta fyrsta kjörtímabili forseta í sögunni er lokið þá er þetta aðeins upphafið að baráttu okkur fyrir því að gera Bandaríkin stórkostleg á ný,“ segir Trump í yfirlýsingu sinni.

Þingið staðfesti loks kjör Bidens og Harris í morgun eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjaþings og truflaði þannig það lýðræðislega ferli sem formleg staðfesting þingsins á forsetakjöri er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.