„Ég bjóst við sakfellingu“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2021 17:35 Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar. Vísir/Arnar Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. „Þetta er rosalegur léttur og gleði þeirra megin að þetta hafi farið réttan veg,“ segir Jóhannes S. Ólafsson í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan hafi ekki komið honum á óvart, hún sé vel rökstudd og telur hann dóminn vera réttan miðað við það sem hann hafði lesið þegar fréttastofa náði tali af honum. Dóminn má lesa hér. „Ég bjóst svo sem ekki við neinum sérstökum árafjölda en ég bjóst við sakfellingu. Ég tel að dómurinn sé réttur og vel rökstuddur. Hann er langur og ég er ekki búinn að lesa hann allan, en miðað við það sem ég hef skimað yfir hann þá er hann vel rökstuddur og ég tel niðurstöðuna rétta.“ Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar Tryggva, sagði í samtali við fréttastofu í dag að dómnum hafði þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann væri hissa á niðurstöðu dómsins þar sem aðeins hafi verið orð gegn orði. Jóhannes segist ekki búast við því að niðurstaðan verði önnur í Landsrétti. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir nýti réttinn til þess að áfrýja dómnum en ég býst ekki við því að Landsréttur geri neinar sérstakar breytingar, að minnsta kosti snúi honum ekki við.“ Fullyrðingar um samræmda framburði „úr lausu lofti gripnar“ Steinbergur hélt því fram að brotaþolar í málinu hefðu fundað með einhverjum hætti og samræmt framburði sína. Jóhannes segir það fjarri sannleikanum, hvorki brotaþolar né vitni kannist við slíka fundi. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið. Þeir héldu þessu fram fyrir dómi en það eru engin sönnunargögn sem styðja þetta. Það eru engir framburðir og hvorki brotaþolar né vitni í málinu kannast við þennan fund eða þessar staðhæfingar, og þeim var einfaldlega hafnað mjög afdráttarlaust af héraðsdómi í dag.“ Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna en þeim voru dæmdar bætur á bilinu ein milljón króna til 1,8 milljónir króna. Jóhannes kveðst sáttur við þá upphæð, þó vonir standi alltaf til þess að fá sem hæstar bætur fyrir umbjóðendur sína. „Auðvitað vill maður alltaf fá sem hæstar bætur fyrir sína umbjóðendur en í ljósi dómafordæma tel ég að þetta sé nærri lagi og frekar þá í hærri kantinum miðað við dómaframkvæmd, en þetta er sérstakt mál.“ Allar konurnar sögðust hafa glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar vegna málsins. Sú sem fékk hæstu bæturnar var talin hafa orðið fyrir meira tjóni en aðrir brotaþolar þar sem hún leitaði til Jóhannesar Tryggva vegna alvarlegra vandamála. „Í því tilviki var það svolítið sérstakt, en hún leitaði til þessa aðila vegna sérstakra sjúkdóma sem hún var með og það voru alvarlegir sjúkdómar. Það var talið hafa aukið tjón fyrir hana að það hafi gerst í slíkri meðferð.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir 23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00 Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta er rosalegur léttur og gleði þeirra megin að þetta hafi farið réttan veg,“ segir Jóhannes S. Ólafsson í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan hafi ekki komið honum á óvart, hún sé vel rökstudd og telur hann dóminn vera réttan miðað við það sem hann hafði lesið þegar fréttastofa náði tali af honum. Dóminn má lesa hér. „Ég bjóst svo sem ekki við neinum sérstökum árafjölda en ég bjóst við sakfellingu. Ég tel að dómurinn sé réttur og vel rökstuddur. Hann er langur og ég er ekki búinn að lesa hann allan, en miðað við það sem ég hef skimað yfir hann þá er hann vel rökstuddur og ég tel niðurstöðuna rétta.“ Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar Tryggva, sagði í samtali við fréttastofu í dag að dómnum hafði þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann væri hissa á niðurstöðu dómsins þar sem aðeins hafi verið orð gegn orði. Jóhannes segist ekki búast við því að niðurstaðan verði önnur í Landsrétti. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir nýti réttinn til þess að áfrýja dómnum en ég býst ekki við því að Landsréttur geri neinar sérstakar breytingar, að minnsta kosti snúi honum ekki við.“ Fullyrðingar um samræmda framburði „úr lausu lofti gripnar“ Steinbergur hélt því fram að brotaþolar í málinu hefðu fundað með einhverjum hætti og samræmt framburði sína. Jóhannes segir það fjarri sannleikanum, hvorki brotaþolar né vitni kannist við slíka fundi. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið. Þeir héldu þessu fram fyrir dómi en það eru engin sönnunargögn sem styðja þetta. Það eru engir framburðir og hvorki brotaþolar né vitni í málinu kannast við þennan fund eða þessar staðhæfingar, og þeim var einfaldlega hafnað mjög afdráttarlaust af héraðsdómi í dag.“ Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna en þeim voru dæmdar bætur á bilinu ein milljón króna til 1,8 milljónir króna. Jóhannes kveðst sáttur við þá upphæð, þó vonir standi alltaf til þess að fá sem hæstar bætur fyrir umbjóðendur sína. „Auðvitað vill maður alltaf fá sem hæstar bætur fyrir sína umbjóðendur en í ljósi dómafordæma tel ég að þetta sé nærri lagi og frekar þá í hærri kantinum miðað við dómaframkvæmd, en þetta er sérstakt mál.“ Allar konurnar sögðust hafa glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar vegna málsins. Sú sem fékk hæstu bæturnar var talin hafa orðið fyrir meira tjóni en aðrir brotaþolar þar sem hún leitaði til Jóhannesar Tryggva vegna alvarlegra vandamála. „Í því tilviki var það svolítið sérstakt, en hún leitaði til þessa aðila vegna sérstakra sjúkdóma sem hún var með og það voru alvarlegir sjúkdómar. Það var talið hafa aukið tjón fyrir hana að það hafi gerst í slíkri meðferð.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir 23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00 Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00