Ótrúlega stolt að hafa fætt tvö börn og fengið strax samning hjá nýju félagi Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2021 10:50 Guðbjörg Gunnarsdóttir með tvíburana sína, Oliviu og William. Instagram/@guggag Innan við ári eftir að hafa fætt tvíbura í Stokkhólmi hefur landsliðsmarkmaðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir nú skrifað undir samning við nýtt félag, norska úrvalsdeildarfélagið Arna-Björnar. „Við erum mjög spenntar,“ segir Guðbjörg en kærasta hennar, markahrókurinn Mia Jalkerud, mun einnig spila með Arna-Björnar. Þær urðu foreldrar 31. janúar síðastliðinn og stuðningurinn við fjölskyldulífið skipti sköpum í valinu á nýju félagi. Guðbjörg segir slíkan stuðning vanta víðast hvar í knattspyrnu kvenna, til að mynda hjá sænska félaginu Djurgården sem hún hefur leikið með frá árinu 2016. Segir félögin líta á barneignir sem hindrun „Ég vissi ekki að þetta væri svona áður en ég eignaðist börn – hvað félögin sjá það sem mikla hindrun. Það er ekkert grín að vera ófrískur og ætla að koma til baka og fá aftur samning hjá atvinnumannaliði. Ég er ótrúlega stolt að hafa fætt tvö börn í fyrra og vera núna komin með samning hjá nýju félagi sem gerir svona vel við fjölskylduna, innan við ári síðar,“ segir Guðbjörg, sem er 35 ára gömul. Looking forward to new adventures with the whole family and to play for Arna-Bjørnar in Toppserien in Norway https://t.co/5jblRZxmZq— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) January 6, 2021 Guðbjörg skrifaði undir samning til tveggja ára við Arna-Björnar og mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá félaginu. Hún er með skýrt markmið um að festa sig aftur í sessi í íslenska landsliðinu, þar sem hún var varafyrirliði, svo hún geti spilað með Íslandi á fjórða stórmótinu á EM í Englandi 2022. Hjálpaði mikið að slá út danskan landsliðsmarkmann Guðbjörg náði að vinna sér sæti í byrjunarliði Djurgården síðasta haust, aðeins níu mánuðum eftir að þau William og Olivia komu í heiminn, og hún segir það hafa hjálpað mikið til við að finna nýtt félag. Mia kærasta hennar fékk hins vegar ekki samning hjá Djurgården eftir að hafa tekið sér barneignarleyfi og spilaði því ekki fótbolta á síðasta ári: „Það er í raun ótrúlegt þegar um er að ræða fyrirliða liðsins og leikmann sem skorað hefur yfir hundrað mörk fyrir liðið. Ég var með samning við félagið og þess vegna spilaði ég í fyrra, en okkur fannst ekki í boði að spila aftur með liði þar sem að ekki er borin virðing fyrir því að maður eigi líka fjölskyldu,“ segir Guðbjörg. Hún hélt marki Djurgården hreinu í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og átti sinn þátt í að forða því frá falli. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) „Ef að ég hefði eignast börnin í mars og ekki náð að spila neitt á síðustu leiktíð, þá er ég ekki viss um að ég hefði verið fýsilegur kostur á markaðnum. En það sem hjálpaði mér mjög mikið var að við vorum með danskan landsliðsmarkmann [Kathrine Larsen] í liðinu og ég náði að slá hana út, og sýna þannig öllum að ég væri mætt aftur í geggjuðu formi.“ Ótrúlega ánægð með gulrótina frá stelpunum Guðbjörg fékk þó ekki sæti í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Ungverjalandi um mánaðamótin nóvember-desember, og tryggði sér sæti á EM með tveimur sigrum. Hún lék einn leik í stjórnartíð Jóns Þórs Haukssonar, þá orðin ólétt sumarið 2019, en landsliðið er nú án þjálfara. „Ég spáði í rauninni lítið í því [valinu á síðasta landsliðshópi]. Ég talaði aldrei við Jón Þór og hugsaði með mér að hann væri ánægður með sinn hóp. Ég hafði í raun í nógu að snúast hér, en ég er bara ótrúlega ánægð með stelpurnar að komast á EM. Það gerir það að verkum að ég er með allt aðra gulrót til að æfa núna,“ segir Guðbjörg sem vildi halda áfram í atvinnumennsku til að vera upp á sitt besta á EM þegar þar að kemur: Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur varið mark Íslands á þremur stórmótum og ætlar á sitt fjórða.VÍSIR/DANÍEL „Ég fékk fullt af spurningum um að koma að spila á Íslandi en ég er ekki alveg þar núna. Mig langar að spila í sterkari deild og vera í meira atvinnumannaumhverfi. Ég er því mjög ánægð með þessa lendingu. Ég ætla mér að sjálfsögðu að komast í eins gott form og hægt er, og fannst ég liggur við orðin betri núna í haust en ég var fyrir óléttuna. Ég sé enga ástæðu til að ég geti ekki verið eins góð og ég var.“ Vel tekið á móti barnafjölskyldu í Björgvin Arna-Björnar, sem er staðsett í Björgvin, hafnaði í þriðja neðsta sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, fjórum stigum frá fallsæti. Guðbjörg hefur áður leikið með Lilleström og Avaldsnes í Noregi en hún kvaddi Lilleström sem tvöfaldur meistari árið 2015. „Eftir að hafa hugsað um það fram og til baka hver besti klúbburinn væri fyrir okkur þá var Arna-Björnar klúbburinn sem tók fjölskyldunni svo ótrúlega vel. Maður er með pínu aðra forgangsröðun þegar maður velur klúbb núna. Ég veit það eftir langan feril að til að manni gangi vel á vellinum þá þarf manni að líða vel utan vallar,“ segir Guðbjörg. „Ég hefði ekki getað spilað hvar sem er og fengið fjölskyldulífið til að ganga. Þeir hjá Arna-Björnar voru svo klárir með allt frá byrjun – hjálpa okkur með dagmömmu þar til að tvíburarnir fá leikskólapláss, hafa æfingar á vinnutíma og svo framvegis. Ég er mjög spennt fyrir félaginu en stærsta ástæðan fyrir valinu er hvað allir þarna hafa verið hjálplegir. Flest félög eru þannig enn í dag að kvenmaður sem á börn er kannski ekki efstur á óskalistanum, því þau vita að það koma upp ýmis vandamál þegar maður er foreldri. En þetta félag var svo hjálplegt og kom með svo gott tilboð að við gátum ekki annað en sagt já.“ Norski boltinn EM 2021 í Englandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg á förum frá Djurgården Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er á förum frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Guðbjörg tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag. 31. desember 2020 20:00 Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Fyrri hluti] Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? 3. desember 2020 16:01 Djurgårdens bjargaði sér frá falli | Kristianstads og Rosengård töpuðu Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. 15. nóvember 2020 16:00 Gæti snúið aftur í landsliðið á fæðingarári tvíburanna: „Ekkert heyrt í Jóni Þór“ Guðbjörg Gunnarsdóttir gæti komið inn í íslenska landsliðið fyrir leikina um næstu mánaðamót sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM í Englandi. Hún er byrjuð að spila á ný eftir að hafa fætt tvíbura fyrir níu mánuðum. 3. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
„Við erum mjög spenntar,“ segir Guðbjörg en kærasta hennar, markahrókurinn Mia Jalkerud, mun einnig spila með Arna-Björnar. Þær urðu foreldrar 31. janúar síðastliðinn og stuðningurinn við fjölskyldulífið skipti sköpum í valinu á nýju félagi. Guðbjörg segir slíkan stuðning vanta víðast hvar í knattspyrnu kvenna, til að mynda hjá sænska félaginu Djurgården sem hún hefur leikið með frá árinu 2016. Segir félögin líta á barneignir sem hindrun „Ég vissi ekki að þetta væri svona áður en ég eignaðist börn – hvað félögin sjá það sem mikla hindrun. Það er ekkert grín að vera ófrískur og ætla að koma til baka og fá aftur samning hjá atvinnumannaliði. Ég er ótrúlega stolt að hafa fætt tvö börn í fyrra og vera núna komin með samning hjá nýju félagi sem gerir svona vel við fjölskylduna, innan við ári síðar,“ segir Guðbjörg, sem er 35 ára gömul. Looking forward to new adventures with the whole family and to play for Arna-Bjørnar in Toppserien in Norway https://t.co/5jblRZxmZq— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) January 6, 2021 Guðbjörg skrifaði undir samning til tveggja ára við Arna-Björnar og mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá félaginu. Hún er með skýrt markmið um að festa sig aftur í sessi í íslenska landsliðinu, þar sem hún var varafyrirliði, svo hún geti spilað með Íslandi á fjórða stórmótinu á EM í Englandi 2022. Hjálpaði mikið að slá út danskan landsliðsmarkmann Guðbjörg náði að vinna sér sæti í byrjunarliði Djurgården síðasta haust, aðeins níu mánuðum eftir að þau William og Olivia komu í heiminn, og hún segir það hafa hjálpað mikið til við að finna nýtt félag. Mia kærasta hennar fékk hins vegar ekki samning hjá Djurgården eftir að hafa tekið sér barneignarleyfi og spilaði því ekki fótbolta á síðasta ári: „Það er í raun ótrúlegt þegar um er að ræða fyrirliða liðsins og leikmann sem skorað hefur yfir hundrað mörk fyrir liðið. Ég var með samning við félagið og þess vegna spilaði ég í fyrra, en okkur fannst ekki í boði að spila aftur með liði þar sem að ekki er borin virðing fyrir því að maður eigi líka fjölskyldu,“ segir Guðbjörg. Hún hélt marki Djurgården hreinu í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og átti sinn þátt í að forða því frá falli. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) „Ef að ég hefði eignast börnin í mars og ekki náð að spila neitt á síðustu leiktíð, þá er ég ekki viss um að ég hefði verið fýsilegur kostur á markaðnum. En það sem hjálpaði mér mjög mikið var að við vorum með danskan landsliðsmarkmann [Kathrine Larsen] í liðinu og ég náði að slá hana út, og sýna þannig öllum að ég væri mætt aftur í geggjuðu formi.“ Ótrúlega ánægð með gulrótina frá stelpunum Guðbjörg fékk þó ekki sæti í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Ungverjalandi um mánaðamótin nóvember-desember, og tryggði sér sæti á EM með tveimur sigrum. Hún lék einn leik í stjórnartíð Jóns Þórs Haukssonar, þá orðin ólétt sumarið 2019, en landsliðið er nú án þjálfara. „Ég spáði í rauninni lítið í því [valinu á síðasta landsliðshópi]. Ég talaði aldrei við Jón Þór og hugsaði með mér að hann væri ánægður með sinn hóp. Ég hafði í raun í nógu að snúast hér, en ég er bara ótrúlega ánægð með stelpurnar að komast á EM. Það gerir það að verkum að ég er með allt aðra gulrót til að æfa núna,“ segir Guðbjörg sem vildi halda áfram í atvinnumennsku til að vera upp á sitt besta á EM þegar þar að kemur: Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur varið mark Íslands á þremur stórmótum og ætlar á sitt fjórða.VÍSIR/DANÍEL „Ég fékk fullt af spurningum um að koma að spila á Íslandi en ég er ekki alveg þar núna. Mig langar að spila í sterkari deild og vera í meira atvinnumannaumhverfi. Ég er því mjög ánægð með þessa lendingu. Ég ætla mér að sjálfsögðu að komast í eins gott form og hægt er, og fannst ég liggur við orðin betri núna í haust en ég var fyrir óléttuna. Ég sé enga ástæðu til að ég geti ekki verið eins góð og ég var.“ Vel tekið á móti barnafjölskyldu í Björgvin Arna-Björnar, sem er staðsett í Björgvin, hafnaði í þriðja neðsta sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, fjórum stigum frá fallsæti. Guðbjörg hefur áður leikið með Lilleström og Avaldsnes í Noregi en hún kvaddi Lilleström sem tvöfaldur meistari árið 2015. „Eftir að hafa hugsað um það fram og til baka hver besti klúbburinn væri fyrir okkur þá var Arna-Björnar klúbburinn sem tók fjölskyldunni svo ótrúlega vel. Maður er með pínu aðra forgangsröðun þegar maður velur klúbb núna. Ég veit það eftir langan feril að til að manni gangi vel á vellinum þá þarf manni að líða vel utan vallar,“ segir Guðbjörg. „Ég hefði ekki getað spilað hvar sem er og fengið fjölskyldulífið til að ganga. Þeir hjá Arna-Björnar voru svo klárir með allt frá byrjun – hjálpa okkur með dagmömmu þar til að tvíburarnir fá leikskólapláss, hafa æfingar á vinnutíma og svo framvegis. Ég er mjög spennt fyrir félaginu en stærsta ástæðan fyrir valinu er hvað allir þarna hafa verið hjálplegir. Flest félög eru þannig enn í dag að kvenmaður sem á börn er kannski ekki efstur á óskalistanum, því þau vita að það koma upp ýmis vandamál þegar maður er foreldri. En þetta félag var svo hjálplegt og kom með svo gott tilboð að við gátum ekki annað en sagt já.“
Norski boltinn EM 2021 í Englandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg á förum frá Djurgården Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er á förum frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Guðbjörg tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag. 31. desember 2020 20:00 Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Fyrri hluti] Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? 3. desember 2020 16:01 Djurgårdens bjargaði sér frá falli | Kristianstads og Rosengård töpuðu Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. 15. nóvember 2020 16:00 Gæti snúið aftur í landsliðið á fæðingarári tvíburanna: „Ekkert heyrt í Jóni Þór“ Guðbjörg Gunnarsdóttir gæti komið inn í íslenska landsliðið fyrir leikina um næstu mánaðamót sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM í Englandi. Hún er byrjuð að spila á ný eftir að hafa fætt tvíbura fyrir níu mánuðum. 3. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Guðbjörg á förum frá Djurgården Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er á förum frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Guðbjörg tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag. 31. desember 2020 20:00
Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Fyrri hluti] Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? 3. desember 2020 16:01
Djurgårdens bjargaði sér frá falli | Kristianstads og Rosengård töpuðu Íslendingalið Djurgårdens bjargaði sér frá falli í dag er lokaumferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð fór fram. Hin tvö Íslendingaliðin áttu ekki jafn góðan dag. 15. nóvember 2020 16:00
Gæti snúið aftur í landsliðið á fæðingarári tvíburanna: „Ekkert heyrt í Jóni Þór“ Guðbjörg Gunnarsdóttir gæti komið inn í íslenska landsliðið fyrir leikina um næstu mánaðamót sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM í Englandi. Hún er byrjuð að spila á ný eftir að hafa fætt tvíbura fyrir níu mánuðum. 3. nóvember 2020 09:00