Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira