Innlent

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Caroline Aldén(Carro) járningakona á Selfossi, sem er fyrsta lærða konan á Íslandi til að stunda járningar. Hún er með fyrirtækið „Járn og hófar“.
Caroline Aldén(Carro) járningakona á Selfossi, sem er fyrsta lærða konan á Íslandi til að stunda járningar. Hún er með fyrirtækið „Járn og hófar“. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi hefur meira en nóg að gera en hún járnar að jafnaði átta hesta á dag. Konan, sem er frá Svíþjóð segist vera heilluð af íslenska hestinum.

Coroline Aldén eða Carro eins og hún er alltaf kölluð býr á Selfossi og er með fyrirtækið „Járn og hófar“ þar sem hún býður járningaþjónustu á Suðurlandi. Hún er fyrsta konan á Íslandi, sem er lærður járningamaður en námið lærði hún í Svíþjóð.

„Fyrir mér er þetta bara venjulegt, það eru mjög margar járningakonur í Svíþjóð en bara ekki á Íslandi. Það er mjög gaman að vera eina konan, fólk er bæði jákvætt og neikvætt fyrir því, sumir halda að ég geti ekki járnað marga hesta en ég járna oft átta hesta á dag.“

Hér er Carro að járna hestinn Náttfara á Selfossi en alls járnaði hún átta hest þann dag, sem hún járnaði Náttfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Carro segir það taki mis langan tíma að járna hest en það fari meðal annars eftir því hvort þeir séu þægir eða óþekkir en að meðtali sé hún um 40 til 45 mínútur með hestinn.

En er mikið mál að stunda járningar alla daga?

„Maður þarf fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig, ég fór alltaf í ræktina áður en Covid kom upp. Ég passa að borða vel, fer reglulega í sund og hugsa vel um líkamann.“

Carro segist vera heilluð af íslenska hestinum og öllu í kringum hann. Hún segir meira en nóg að gera hjá sér í járningunum.

„Já, það er það, hestamenn tóku snemma inn, það er bara jákvætt fyrir mig,“ segir Carro, sem er með heilmikið húðflúr og auðvitað er eitt þeirra hestshaus, sem hún er nýbúin að fá sér.

Carro hefur meira en nóg að gera að járna hesta á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.