Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 22:20 Ali Khamenei , æðsti leiðtogi Íran, og Hassan Rouhani, forseti landsins. Getty/leader.ir Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow. Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró ríkið einhliða úr samningnum sem undirritaður var 2015 hafa Íranir fært sig upp á skaftið og aukið framleiðsluna talsvert. Samningurinn segir til um að úranið sem auðgað er í Íran skuli ekki fara yfir 3,67 prósenta hreinleika, en áætlanir Írans eru að framleiða 20 prósenta auðgað úran. En hvað þýðir þetta? Á Vísindavefnum kemur fram að í náttúrulegu úrangrýti er að finna tvær samsætur Úrans, U-238 og U-235. Úran með hlutfall U-235 upp á þrjú prósent hentar vel til notkunar við raforkuframleiðslu í kjarnaofni og er það ekki nægilega virkt til þess að framleiða kjarnorkusprengju. Í slíkum vopnum þarf hlutfall U-235 að vera 80-90 prósent. Því vantar enn nokkuð upp á að Íranir geti framleitt kjarnavopn. Þrátt fyrir það brýtur þetta í bága við samninginn sem undirritaður var árið 2015. Hin aðildarríki samningsins, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína hafa lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn og Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sömuleiðis, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur greint frá því að írönsk yfirvöld hefðu tilkynnt áætlanir um að auka auðgun úrans upp í 20 prósent. Í bréfi íranskra stjórnvalda til stofnunarinnar kom hins vegar ekki fram hvenær þessar áætlanir fari í framkvæmd. Framleiðsla Íran á auðguðu úrani fór fyrst yfir mörk samningsins frá 2015 árið 2019 en síðan þá hefur auðgunarhlutfallið verið í kring um 4,5 prósent. Áætlanirnar um að auka framleiðsluna voru samþykktar í lögum sem íranska þingið samþykkti í síðasta mánuði í kjölfar þess að einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, Mohsen Fakhrizadeh, var ráðinn af dögum. Í lögunum kemur skýrt fram að auðgun úrans skuli aukin upp í 20 prósent verði viðskiptaþvingunum á olíu- og fjármálageira landsins ekki aflétt innan tveggja mánaða. Þá gefa lögin einnig heimild fyrir því að eftirlitsaðilum á vegum Sameinuðu þjóðanna verði meinaður aðgangur að kjarnorkuverunum í Natanz og Fordow.
Íran Orkumál Tengdar fréttir Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. 3. desember 2020 18:26
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent