Kári varð „svolítið feiminn“ þegar hann sá sig í Skaupinu Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. janúar 2021 15:59 Pálmi Gestsson fór með hlutverk Kára í Skaupinu. Vísir/Vilhelm/RÚV/Skjáskot „Pálmi er vinur minn og mér þykir alltaf vænt um að sjá hann. Ég varð svolítið feiminn þegar hann var að herma eftir mér,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann var tekinn fyrir í áramótaskaupinu sem sýnt var í gær á gamlárskvöld venju samkvæmt. Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið. Áramótaskaupið Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið.
Áramótaskaupið Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira