Kári varð „svolítið feiminn“ þegar hann sá sig í Skaupinu Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. janúar 2021 15:59 Pálmi Gestsson fór með hlutverk Kára í Skaupinu. Vísir/Vilhelm/RÚV/Skjáskot „Pálmi er vinur minn og mér þykir alltaf vænt um að sjá hann. Ég varð svolítið feiminn þegar hann var að herma eftir mér,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann var tekinn fyrir í áramótaskaupinu sem sýnt var í gær á gamlárskvöld venju samkvæmt. Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið. Áramótaskaupið Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið.
Áramótaskaupið Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira