Lífið

Net­verjar kveða upp dóm sinn um Skaupið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn sem heldur í sér andanum þegar einhver labbar fram hjá virðist hafa fallið vel í kramið hjá netverjum.
Maðurinn sem heldur í sér andanum þegar einhver labbar fram hjá virðist hafa fallið vel í kramið hjá netverjum. Úr skaupinu/RÚV

Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið.

Höfundar Skaupsins í ár voru Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Leikstjóri skaupsins 2020 er Reynir Lyngdal.

Fjöldi þjóðþekktra leikara og skemmtikrafta birtist þá á skjám landsmanna í einum vinsælasta sjónvarpsviðburði hvers árs. Má þar nefna Pálma Gestsson, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, Jóhann G. Jóhannsson, Ladda, Sigurð Sigurjónsson, Sögu Garðarsdóttur, Jón Gnarr, Sölku Sól, Þorstein Bachmann og Sóla Hólm. Upptalningin er langt frá því að vera tæmandi, enda stórskotalið þjóðþekktra skemmtikrafta sem kom að gerð skaupsins að þessu sinni.

Hér að neðan má sjá brot af því sem íslenskir Twitter-notendur höfðu um Skaupið að segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×