Rannsóknir séu sem flestum aðgengilegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Háskólar og bókasöfn greiða um 200 milljónir króna á ári í áskriftir að vísindaritum. fbl/anton brink „Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
„Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent