Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. febrúar 2020 04:37 Frá vettvangi brunans í nótt. Vísir/friðrik þór Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira