Óska eftir vitnum að grófri árás á fjórtán ára dreng Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 10:33 Árásin var gerð við strætisvagnastoppistöð í Hamraborg í Kópavogi á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú grófa líkamsárás sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi um kvöldmatarleytið á mánudag í síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki og óskar lögregla nú eftir vitnum að árásinni. Fram kom í gær að hópur drengja hefði ráðist á fjórtán ára pilt við strætisvagnastöð í Hamraborg. Árásin var tekin upp á myndband, sem komst í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi árásarmennirnir verið á bak og burt. Drengurinn sem varð fyrir árásinni var hins vegar enn á vettvangi og hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögregla segir jafnframt í tilkynningu að um grófa árás hafi verið að ræða. Við rannsókn málsins er m.a. stuðst við myndefni af árásinni og telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni. Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Í gær var haft eftir föður drengsins sem varð fyrir árásinni að hann sé enn að jafna sig og glími við höfuðverk og uppköst. Faðirinn rekur ástæður árásarinnar mögulega til útlendingaandúðar en drengurinn er af erlendum uppruna. Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú grófa líkamsárás sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi um kvöldmatarleytið á mánudag í síðustu viku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar veittist hópur unglingspilta að pilti á líku reki og óskar lögregla nú eftir vitnum að árásinni. Fram kom í gær að hópur drengja hefði ráðist á fjórtán ára pilt við strætisvagnastöð í Hamraborg. Árásin var tekin upp á myndband, sem komst í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi árásarmennirnir verið á bak og burt. Drengurinn sem varð fyrir árásinni var hins vegar enn á vettvangi og hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögregla segir jafnframt í tilkynningu að um grófa árás hafi verið að ræða. Við rannsókn málsins er m.a. stuðst við myndefni af árásinni og telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni. Þeir sem urðu vitni að árásinni, eða búa yfir vitneskju henni tengdri, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Málið er unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Í gær var haft eftir föður drengsins sem varð fyrir árásinni að hann sé enn að jafna sig og glími við höfuðverk og uppköst. Faðirinn rekur ástæður árásarinnar mögulega til útlendingaandúðar en drengurinn er af erlendum uppruna.
Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg Drengurinn sem varð fyrir árás hóps pilta er sagður þjást af höfuðverk og uppköstum eftir atlöguna. 20. febrúar 2020 20:30