Frambjóðendur í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 12:40 Mike Bloomberg, til vinstri, og Bernie Sanders, til hægri, eru þeir einu meðal stóru frambjóðendanna sem virðast eiga nóg í kosningasjóðum sínum. AP/John Locher Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira