Þjóðaröryggisráð í samstarf við Vísindavefinn gegn upplýsingaóreiðu Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 16:24 Vinnuhópi þjóðaröryggisráðsins var falið að kortleggja og sporna gegn upplýsingaóreiðu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Tilkynnt var um samstarf hans við Vísindavef Háskóla Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Samstarf verður á milli vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og Covid-19-faraldurinn og Vísindavefs Háskóla Íslands. Því er ætlað greiða fyrir því að almenningur og fjölmiðlar geti nálgast staðfestar upplýsingar um faraldurinn. Vinnuhóp þjóðaröryggisráðsins um upplýsingaóreiðu var komið á fót í apríl til að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid-19“ og gera tillögur til að sporna gegn henni. Í tilkynningu frá embætti landlæknis um samstarf hópsins við Vísindavefinn er vísað til þess að misvísandi og rangar upplýsingar um Covid-19, einkum á samfélagsmiðlum, sé alþjóðlegt vandamál og mikilvægt sé að fjölmiðlar og almenningur geti staðreynt upplýsingarnar sem berist hratt um heiminn. Sérstök ritnefnd fræðimanna og aðrir sérfræðinga Vísindavefsins hafa þegar svarað fjölda spurninga um faraldurinn undanfarna vikur. Í tilkynningunni segir að samstarfi vinnuhópsins og vefsins sé ætlað að „greiða fyrir því að fjölmiðlar og almenningur geti leitað staðfestingar á upplýsingum sem berast til þeirra með sambærilegum hætti og gert er í mörgum öðrum ríkjum sem Ísland er í samstarfi við á ýmsum sviðum“. Á meðal þess sem rætt er um að gera með samstarfinu er að birta svör Vísindavefsins um Covid-19 á upplýsingasíðunni Covid.is, á samfélagsmiðlum undir merkjum Vísindavefsins, embættis landlæknis og almannavarnanefndar ríkislögreglustjóra. Þá er hugmynd um að fjölmiðlar og blaðamenn geti leitað til ritnefndar Vísindavefsins um staðreyndavöktun á fréttum sem tengjast faraldrinum og að embætti landlæknis og Vísindavefurinn vinni saman að því að svara og halda utan um fyrirspurnir, bæði þeim sem koma í gegnum Covid.is og til Vísindavefsins beint. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Samstarf verður á milli vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og Covid-19-faraldurinn og Vísindavefs Háskóla Íslands. Því er ætlað greiða fyrir því að almenningur og fjölmiðlar geti nálgast staðfestar upplýsingar um faraldurinn. Vinnuhóp þjóðaröryggisráðsins um upplýsingaóreiðu var komið á fót í apríl til að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid-19“ og gera tillögur til að sporna gegn henni. Í tilkynningu frá embætti landlæknis um samstarf hópsins við Vísindavefinn er vísað til þess að misvísandi og rangar upplýsingar um Covid-19, einkum á samfélagsmiðlum, sé alþjóðlegt vandamál og mikilvægt sé að fjölmiðlar og almenningur geti staðreynt upplýsingarnar sem berist hratt um heiminn. Sérstök ritnefnd fræðimanna og aðrir sérfræðinga Vísindavefsins hafa þegar svarað fjölda spurninga um faraldurinn undanfarna vikur. Í tilkynningunni segir að samstarfi vinnuhópsins og vefsins sé ætlað að „greiða fyrir því að fjölmiðlar og almenningur geti leitað staðfestingar á upplýsingum sem berast til þeirra með sambærilegum hætti og gert er í mörgum öðrum ríkjum sem Ísland er í samstarfi við á ýmsum sviðum“. Á meðal þess sem rætt er um að gera með samstarfinu er að birta svör Vísindavefsins um Covid-19 á upplýsingasíðunni Covid.is, á samfélagsmiðlum undir merkjum Vísindavefsins, embættis landlæknis og almannavarnanefndar ríkislögreglustjóra. Þá er hugmynd um að fjölmiðlar og blaðamenn geti leitað til ritnefndar Vísindavefsins um staðreyndavöktun á fréttum sem tengjast faraldrinum og að embætti landlæknis og Vísindavefurinn vinni saman að því að svara og halda utan um fyrirspurnir, bæði þeim sem koma í gegnum Covid.is og til Vísindavefsins beint.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira