Enski boltinn

Comolli: Liverpool mun kaupa fleiri leikmenn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Damien Comolli er ánægður með kaupin á Jordan Henderson
Damien Comolli er ánægður með kaupin á Jordan Henderson Mynd/Getty Images
Damien Comolli yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool segir að félagið muni kaupa fleiri leikmenn á næstunni. Um leið staðfesti Comolli við breska fjölmiðla að David N'gog ætti í viðræðum við Sunderland.

Comolli er himinlifandi með kaupin á Henderson og segir félagið ætla að kaupa fleiri leikmenn.

„"Ég er ánægður því hann var efstur á ósklista okkar. Það er alltaf gott þegar fyrstu kaupin ganga í gegn því þá má reikna með því að fleiri fylgi í kjölfarið," segir Comolli.

Talið hefur verið að Henderson hafi verið keyptur á 20 milljónir punda en Comolli segir það ekki rétt.

„Ég hef heyrt ýmsar tölur varðandi kaupverðið. Það hafa verið ýmsar getgátur en ég hef ekki heyrt réttu töluna ennþá. Við greiddum verð sem okkur þótti sanngjarnt, annars hefðum við ekki gengið frá kaupunum."

Lengi vel var talið að David N'gog myndi fara í skiptum til Sunderland. Svo var ekki en áhugi Sunderland er enn til staðar.

„Sunderland hefur sýnt David mikinn áhuga svo við höfum gefið þeim leyfi til þess að ræða við hann. Við sjáum hvað setur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×