Innlent

Hauskúpumálið upplýst?

Heimamenn í Kjósarhrepp eru langt komnir með að leysa hauskúpumálið sem upp kom þegar hlutar úr hauskúpu fundust á víðavangi í hreppnum í fyrrakvöld.

Á heimsíðu Kjósahrepps er sagt frá því í dag að grunur heimamanna, um að hauskúpan sé tengd gömlu hjólhýsi sem flutt var á svæðið frá Laugavatni fyrir ekki svo löngu og hafi splundrast í í austan stórvirði um síðustu áramót, virðist á rökum reistur.

Á síðunni kemur fram að núverandi eigandi hjólhýsisins hafi gefið sig fram og upplýst að hauskúpa, er hann hefði talið vera af dýri, hefði verið meðal húsmuna hjólhýsisins. Eigandanum er ekki fullkunnugt um hver sé uppruni hauskúpunnar, enda hafi hann aldrei gert sér í hugalund um mannabein væri um að ræða. Hann kveðst, að honum hafi sett hroll við tilhugsunina um að í húsakynnum sínum hafi verið raunverulegt mannabein.

Ekkert hefur enn komið fram af hverjum hauskúpan hafi verið en rannsókn lögreglunar mun halda áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×