Innlent

Skarst á hálsi á dansleik á Höfn

Frá Höfn í Hornafirði.
Frá Höfn í Hornafirði.

Karlmaður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hann skarst á háls eftir dansleik á Höfn í Hornafirði aðfararnótt laugardags. Lögreglan á Höfn verst allra frétta af málinu en segir málið í rannsókn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu kom til átaka eftir dansleikinn og var glerflösku eða glasi kastað í átt að manninum með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn er einn meðlima hljómsveitarinnar sem spilaði á dansleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×