Fengu að heimsækja ástvini eftir sextíu daga bann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2020 22:00 Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira