Rýrnun jökla á Íslandi í fyrra ein sú mesta sem mælst hefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:05 Breytingar á jaðri Breiðamerkurjökuls frá lokum 19. aldar. Veðurstofa Íslands Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér. Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér.
Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira