Innlent

Eldur í rusli og bílum á höfuðborgarsvæðinu

Kveikt var í rusli við hús á nýbyggingasvæði á Mýrargötu í Reykjavík rétt um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið var kallað á staðinn og réði niðurlögum eldsins fljótt. Ekki talið að miklar skemmdir hafi orðið en málið er í rannsókn.

Þá var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað út þrisvar í nótt vegna elds í jafnmörgum bílum. Eldur var í einum bíl í Hafnarfirði og tveimur á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Bílarnir eru taldir ónýtir. Ekki er vitað um upptök eldanna en atvikin eru í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×