Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Ragga Nagli skrifar 4. maí 2020 10:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“