Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Ragga Nagli skrifar 4. maí 2020 10:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að sinna eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búin að aðstoða fólkið í kringum þig. Við erum lokuð inni með fjölskyldunni og það er mannskepnunni eðlislægt að fá smá tíma fyrir sig í friði. Við komumst ekki á kaffihús og í saumó en þörfin fyrir félagsskap er mannlegt eðli. Grunnstoðir góðrar heilsu eru: Góður svefn Holl næring Regluleg hreyfing Félagsleg tenging Jákvæðar hugsanir Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við orkulítil og pirruð. Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt. Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn. Þegar við sofum illa og stutt verðum við kvíðin og áhyggjufull. Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina. Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við. Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg. Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfinu. Eða í kvíða og depurð og framtaksleysi. Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu. Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu. Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnartól og lita í litabók inni í herbergi. Það er ekki eigingirni að fara í freyðibað með Enyu að kyrja úr hátalaranum. Sjálfsrækt getur falist í að segja stundum NEI við verkefnum. Í hvert skipti sem þú segir JÁ við einhverju sem þú hefur ekki tíma né orku til að sinna, ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma með þínum nánustu. Það er ekki hégómi að rífa í ketilbjöllu niðri í hjólageymslu. Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger. Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp. Það er ekki árátta þó þú púllir Reyni Pétur og farir í fjóra göngutúra á dag. Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni. Þvert á móti er það í almannaþágu. Það er djúp nauðsyn að sinna athöfnum sem gefa þér orku og næra líkama og sál til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu þínu, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst. Það er djúp nauðsyn til að halda geðheilsunni í Kórónunni. Sjálfsrækt er mikilvæg til að geta sinnt öllum hlutverkum þínum í lífinu. Sjálfsrækt þarf ekki að kosta marga aura. Sjálfsrækt þarf heldur ekki að taka marga klukkutíma. Sjálfsrækt þarf bara smá athygli og forgang. Ef þú setur ekki súrefnisgrímuna á þig fyrst verðurðu engum að gagni í flugvélinni.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið