Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Ragga Nagli skrifar 30. apríl 2020 09:30 Ragga Nagli skrifar pistla um heilsu á Vísi. Hún er þjálfari og sálfræðingur. Konan á myndinni er ekki Ragga Nagli. Getty/Kevin Winter Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. „Allt byrjar í þörmunum“ sagði Aristóteles Og það er ekki ofsögum sagt. Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri. Til dæmis boðefnin GABA, serótónín, dópamín er framleitt að stórum hluta í þarmaflórunni, og ef hún er ekki í stuði með guði getur orsakað litla sem enga framleiðslu þessum boðefnum. Þá upplifum við kvíða, þunglyndi, depurð og vanlíðan. Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormón krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila. Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin upp í heila. Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar. Einkenni eins og: Síþreyta Harðlífi eða niðurgangur Kvíði og depurð Lélegar hægðir Útbrot á húð Hármissir Bakflæði Magaverkir Uppþemba Vindgangur Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Þetta geta verið vísbendingar um að þarmarnir mígleki eins og kúlutjald á Þjóðhátíð og líkaminn sé því ekki að taka upp og nýta næringarefnin. Það er ýmislegt til ráða við hriplekum þörmum Auka neyslu á trefjaríkri fæðu. Gúlla eplaedik á fastandi maga nokkrum sinnum á dag. Minnka neyslu á súkralósa og nota stevia í staðinn. Meltingarensími hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur. L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum. Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi. Góðgerlar dúndra inn örverum sem stuðla að betri þarmaflóru. Prófaðu eitt eða fleiri skref í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig líkaminn bregst við. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. „Allt byrjar í þörmunum“ sagði Aristóteles Og það er ekki ofsögum sagt. Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri. Til dæmis boðefnin GABA, serótónín, dópamín er framleitt að stórum hluta í þarmaflórunni, og ef hún er ekki í stuði með guði getur orsakað litla sem enga framleiðslu þessum boðefnum. Þá upplifum við kvíða, þunglyndi, depurð og vanlíðan. Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormón krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila. Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin upp í heila. Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar. Einkenni eins og: Síþreyta Harðlífi eða niðurgangur Kvíði og depurð Lélegar hægðir Útbrot á húð Hármissir Bakflæði Magaverkir Uppþemba Vindgangur Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Þetta geta verið vísbendingar um að þarmarnir mígleki eins og kúlutjald á Þjóðhátíð og líkaminn sé því ekki að taka upp og nýta næringarefnin. Það er ýmislegt til ráða við hriplekum þörmum Auka neyslu á trefjaríkri fæðu. Gúlla eplaedik á fastandi maga nokkrum sinnum á dag. Minnka neyslu á súkralósa og nota stevia í staðinn. Meltingarensími hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur. L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum. Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi. Góðgerlar dúndra inn örverum sem stuðla að betri þarmaflóru. Prófaðu eitt eða fleiri skref í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig líkaminn bregst við.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00