Eftirlíkingar í ráðhúsinu gætu kostað borgina yfir 100 milljónir Ingvar Haraldsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Alex Colding, svæðisstjóri Cassina á Norðurlöndunum, telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. Ítalski húsgagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráðhúsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinnar vegna þess skaða sem eftirlíkingarnar hafa valdið að sögn Alex Colding, svæðisstjóra Cassina á Norðurlöndunum. „Við förum fram á að borgin kaupi frumhönnun til að sýna fram á að húsgögnin hafi verið keypt í góðri trú,“ segir Alex. Húsgögnin voru keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og hafa verið í notkun alla tíð síðan. Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, segir að eftirlíkingarnar í ráðhúsinu séu sæti fyrir um 150 manns. Frumhönnun á sambærilegum stólum kostar um 850 þúsund krónur og frumhönnun á sófunum kostar um 1,8 milljónir króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun gæti því farið yfir hundrað milljónir.Alex Colding, yfirmaður Cassina á Norðurlöndunum.Skúli er ósáttur við að eftirlíkingar sé að finna í ráðhúsinu. „Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli.Segir eftirlíkingar einnig að finna hjá RÚVHann bætir við að eftirlíkingar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna í Ríkisútvarpinu og sjáist reglulega í sjónvarpsútsendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg er nú krafin um. Alex telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. „Frumhönnun er merkt með raðnúmeri í burðargrind húsgagnanna sem var ekki að finna í stólunum og sófunum í ráðhúsinu,“ segir Alex. Krafa Cassina var tekin fyrir í borgarráði á fimmtudag sem vísaði kröfunni áfram á borgarlögmann sem mun taka hana til skoðunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Ítalski húsgagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráðhúsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinnar vegna þess skaða sem eftirlíkingarnar hafa valdið að sögn Alex Colding, svæðisstjóra Cassina á Norðurlöndunum. „Við förum fram á að borgin kaupi frumhönnun til að sýna fram á að húsgögnin hafi verið keypt í góðri trú,“ segir Alex. Húsgögnin voru keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og hafa verið í notkun alla tíð síðan. Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, segir að eftirlíkingarnar í ráðhúsinu séu sæti fyrir um 150 manns. Frumhönnun á sambærilegum stólum kostar um 850 þúsund krónur og frumhönnun á sófunum kostar um 1,8 milljónir króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun gæti því farið yfir hundrað milljónir.Alex Colding, yfirmaður Cassina á Norðurlöndunum.Skúli er ósáttur við að eftirlíkingar sé að finna í ráðhúsinu. „Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli.Segir eftirlíkingar einnig að finna hjá RÚVHann bætir við að eftirlíkingar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna í Ríkisútvarpinu og sjáist reglulega í sjónvarpsútsendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg er nú krafin um. Alex telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. „Frumhönnun er merkt með raðnúmeri í burðargrind húsgagnanna sem var ekki að finna í stólunum og sófunum í ráðhúsinu,“ segir Alex. Krafa Cassina var tekin fyrir í borgarráði á fimmtudag sem vísaði kröfunni áfram á borgarlögmann sem mun taka hana til skoðunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira