Eftirlíkingar í ráðhúsinu gætu kostað borgina yfir 100 milljónir Ingvar Haraldsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Alex Colding, svæðisstjóri Cassina á Norðurlöndunum, telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. Ítalski húsgagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráðhúsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinnar vegna þess skaða sem eftirlíkingarnar hafa valdið að sögn Alex Colding, svæðisstjóra Cassina á Norðurlöndunum. „Við förum fram á að borgin kaupi frumhönnun til að sýna fram á að húsgögnin hafi verið keypt í góðri trú,“ segir Alex. Húsgögnin voru keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og hafa verið í notkun alla tíð síðan. Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, segir að eftirlíkingarnar í ráðhúsinu séu sæti fyrir um 150 manns. Frumhönnun á sambærilegum stólum kostar um 850 þúsund krónur og frumhönnun á sófunum kostar um 1,8 milljónir króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun gæti því farið yfir hundrað milljónir.Alex Colding, yfirmaður Cassina á Norðurlöndunum.Skúli er ósáttur við að eftirlíkingar sé að finna í ráðhúsinu. „Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli.Segir eftirlíkingar einnig að finna hjá RÚVHann bætir við að eftirlíkingar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna í Ríkisútvarpinu og sjáist reglulega í sjónvarpsútsendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg er nú krafin um. Alex telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. „Frumhönnun er merkt með raðnúmeri í burðargrind húsgagnanna sem var ekki að finna í stólunum og sófunum í ráðhúsinu,“ segir Alex. Krafa Cassina var tekin fyrir í borgarráði á fimmtudag sem vísaði kröfunni áfram á borgarlögmann sem mun taka hana til skoðunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Ítalski húsgagnframleiðandinn Cassina hefur farið fram á við Reykjavíkurborg að eftirlíkingum af stólum og sófum eftir franska hönnuðinn Le Corbusier sem er að finna í Ráðhúsi Reykjavíkur verði fargað og frumhönnun verði keypt í staðinn. Verði Reykjavíkurborg ekki við kröfunni mun Cassina fara fram á skaðabætur af hendi borgarinnar vegna þess skaða sem eftirlíkingarnar hafa valdið að sögn Alex Colding, svæðisstjóra Cassina á Norðurlöndunum. „Við förum fram á að borgin kaupi frumhönnun til að sýna fram á að húsgögnin hafi verið keypt í góðri trú,“ segir Alex. Húsgögnin voru keypt fyrir opnun ráðhússins árið 1992 og hafa verið í notkun alla tíð síðan. Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa, söluaðila Cassina á Íslandi, segir að eftirlíkingarnar í ráðhúsinu séu sæti fyrir um 150 manns. Frumhönnun á sambærilegum stólum kostar um 850 þúsund krónur og frumhönnun á sófunum kostar um 1,8 milljónir króna. Kostnaður Reykjavíkurborgar við að kaupa frumhönnun gæti því farið yfir hundrað milljónir.Alex Colding, yfirmaður Cassina á Norðurlöndunum.Skúli er ósáttur við að eftirlíkingar sé að finna í ráðhúsinu. „Þegar menn eru með svona daprar og lélegar eftirlíkingar er þetta rosaleg eyðilegging fyrir merkið. Það þýðir ekkert að byggja flott ráðhús og vera með eitthvað gervi í því,“ segir Skúli.Segir eftirlíkingar einnig að finna hjá RÚVHann bætir við að eftirlíkingar af húsgögnum Le Corbusier sé einnig að finna í Ríkisútvarpinu og sjáist reglulega í sjónvarpsútsendingum. Næsta skref sé að fara fram með sambærilega kröfu við Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg er nú krafin um. Alex telur alveg ljóst að húsgögnin í ráðhúsinu séu eftirlíkingar enda hafi hann sjálfur gengið úr skugga um það þegar hann heimsótti Ísland í apríl á þessu ári. „Frumhönnun er merkt með raðnúmeri í burðargrind húsgagnanna sem var ekki að finna í stólunum og sófunum í ráðhúsinu,“ segir Alex. Krafa Cassina var tekin fyrir í borgarráði á fimmtudag sem vísaði kröfunni áfram á borgarlögmann sem mun taka hana til skoðunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira