Enski boltinn

Rooney: Mistök að fara fram á sölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frammistaða Wayne Rooney upp á síðkastið hefur hjálpað honum við að vinna traust stuðningsmanna Man. Utd á nýjan leik. Margir þeirra hafa átt erfitt með að fyrirgefa honum að biðja um sölu í október síðastliðnum.

Um tíma leit út fyrir að Rooney væri á förum en hann skipti óvænt um skoðun eftir að hafa fengið nýjan risasamning.

Rooney er búinn að skora 12 mörk í 21 leik á þessu ári og er farinn að líkjast sama leikmanni og fór á kostum á síðustu leiktíð.

"Það hefur gengið miklu betur eftir áramót. Mér líður líka betur persónulega og það skilar sér í spilamennskunni. Ég er afar þakklátur fyrir stuðninginn frá stuðningsmönnunum," sagði Rooney.

"Ég vona að ég sé að ná að sanna mig upp á nýtt fyrir þeim. Ég skil vel að ég gerði mistök. Ég hafði rangt fyrir mér og hef beðist afsökunar. Ég vil leiðrétta þessi mistök og sanna mig upp á nýtt fyrir stuðningsmönnunum. Ég tel mig vera að gera það þessa dagana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×