Enski boltinn

Brotist inn í síma Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Twitter-síða Rooney í dag.
Twitter-síða Rooney í dag.
Wayne Rooney greindi frá því á Twitter-síðu sinni í dag að lögreglumenn frá Scotland Yard hefðu heimsótt sig með gögn sem sýna að brotist hafi verið inn í símann hans.

Segir Rooney það líta út fyrir að blaðamenn frá dagblaði hafi brotist inn í símann hans og stolið gögnum þaðan. Má leiða að því líkum að þar hafi slúðurblað verið að verki. News of the world hefur viðurkennt slíka iðju á árum áður.

Eiginkona Rooney, Coleen, greinir einnig frá þessu: "Dagblöð að brjótast inn í síma. Sorglegt og viðbjóðslegt," segir Kolla á sinni Twitter-síðu.

Rooney segir heimsóknina hafa komið sér verulega á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×