Enski boltinn

Obertan á leið til Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Obertan hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá United.
Obertan hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá United. Nordic Photos / Getty Images
Gabriel Obertan er á leið til Newcastle en gengið verður frá félagaskiptum hans í næstu viku, eftir því sem kom fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Obertan hefur lítið fengið að spila síðan hann gekk til liðs við United frá franska liðinu Bordeaux í júlí árið 2009. Hann er 22 ára gamall og mun hafa sóst eftir því strax í janúar síðastliðnum að verða seldur frá Manchester United.

Alan Pardew, stjóri Newcastle, hefur þegar fengið þrjá franska leikmenn til liðs við félagið í sumar - þá Sylvain Marveaux, Yohan Cabaye og Mehdi Abeid.

Obertan gæti nýst Newcastle vel þar sem að liðinu vantar kantmann eftir að Wayne Routledge fór til Swansea. Svissneski leikmaðurinn Tranquillo Barnetta, leikmaður Bayer Leverkusen, hefur einnig verið orðaður við Newcastle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×