Enski boltinn

Loksins hélt Liverpool hreinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll í leiknum í dag.
Andy Carroll í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool vann í dag 2-0 sigur á Valencia í síðasta æfingaleik liðsins áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. Andy Carroll og Dirk Kuyt skoruðu mörk liðsins.

Stuðningsmenn Liverpool hafa haft áhyggjur af varnarleik liðsins þar sem að liðið fékk á sig fimmtán mörk í fimm leikjum á undirbúningstímabilinu fyrir daginn í dag.

Þeir rauðklæddu náðu þó að halda hreinu í dag á heimavelli sínum, Anfield, og spiluðu á köflum ágætan sóknarbolta.

Carroll kom Liverpool yfir á sjöttu mínútu þegar hann nýtti sér slæma sendingu bakvarðarins David Albelda. Carroll komst einn gegn markverið Valencia sem varði í stöng en Carroll náði að fylgja skotinu eftir og skora af stuttu færi.

Kuyt tryggði svo sigurinn endanlega með marki skömmu fyrir leikslok eftir klafs í teig gestanna.

Stewart Downing, Charlie Adam og Jordan Henderson voru allir í byrjunarliði Liverpool í dag. Félagið mætir Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×