Enda stuðningsmenn enskra liða kannski í búrum eins og kollegar þeirra í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 11:30 Úr fótboltaleik en myndin tengist fréttinni ekki. Getty/ Tim Clayton Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn í miðjum leik í tveimur leikjum í enska boltanum um helgina og það hefur vakið upp spurningar um öryggi leikmanna inn á vellinum. Það eru þó örugglega fáir á því að ganga jafnlangt og menn gerðu í pólsku d-deildinni en þar fór fram skrautlegur leikur. Stuðningsmönnum Hutnik Krakow var nefnilega boðið upp á mjög sérstaða aðstöðu í útileik liðsins um helgina.Top of Polish 4th division Hutnik Krakow played Spartakys Daleszyce on Sunday: Over 100 fans made the trop. Travelled 82 miles. Were put in a cage instead of a stand. Won 1-0 to stay top of the league. A very strange away day. pic.twitter.com/sBZbCNlntg — SPORF (@Sporf) March 11, 2019Hutnik Krakow er topplið pólsku III Liga og mætti þarna í leik á móti einu af neðstu liðum deildarinnar í Spartakus Daleszyce. Hutnik Krakow á mjög harða stuðningsmenn og hundrað þeirra ferðuðust í tvo klukkutíma til að hvetja liðið áfram í þessum leik. Það eru 130 kílómetrar á milli borganna tveggja. Það sem beið þeirra þegar þeir mættu á svæðið var hins vegar búr í stað áhorfendastúku og þar þurftu þeir að dúsa þessar rúmu 90 mínútur sem leikurinn tók. Leikmenn Hutnik Krakow kláruðu hins vegar verkefnið og unnu mikilvægan 1-0 sigur. Leikmennirnir þökkuðu líka fyrir stuðninginn með því að koma að búrinu eftir leik og kasta á kveðju á stuðningsmennina. Ekki fylgir sögunni hvenær stuðningsmenn Hutnik Krakow sluppu á endanum úr búrinu en þeir hljóta samt að hafa farið glaðir heim eftir flottan sigur. Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn í miðjum leik í tveimur leikjum í enska boltanum um helgina og það hefur vakið upp spurningar um öryggi leikmanna inn á vellinum. Það eru þó örugglega fáir á því að ganga jafnlangt og menn gerðu í pólsku d-deildinni en þar fór fram skrautlegur leikur. Stuðningsmönnum Hutnik Krakow var nefnilega boðið upp á mjög sérstaða aðstöðu í útileik liðsins um helgina.Top of Polish 4th division Hutnik Krakow played Spartakys Daleszyce on Sunday: Over 100 fans made the trop. Travelled 82 miles. Were put in a cage instead of a stand. Won 1-0 to stay top of the league. A very strange away day. pic.twitter.com/sBZbCNlntg — SPORF (@Sporf) March 11, 2019Hutnik Krakow er topplið pólsku III Liga og mætti þarna í leik á móti einu af neðstu liðum deildarinnar í Spartakus Daleszyce. Hutnik Krakow á mjög harða stuðningsmenn og hundrað þeirra ferðuðust í tvo klukkutíma til að hvetja liðið áfram í þessum leik. Það eru 130 kílómetrar á milli borganna tveggja. Það sem beið þeirra þegar þeir mættu á svæðið var hins vegar búr í stað áhorfendastúku og þar þurftu þeir að dúsa þessar rúmu 90 mínútur sem leikurinn tók. Leikmenn Hutnik Krakow kláruðu hins vegar verkefnið og unnu mikilvægan 1-0 sigur. Leikmennirnir þökkuðu líka fyrir stuðninginn með því að koma að búrinu eftir leik og kasta á kveðju á stuðningsmennina. Ekki fylgir sögunni hvenær stuðningsmenn Hutnik Krakow sluppu á endanum úr búrinu en þeir hljóta samt að hafa farið glaðir heim eftir flottan sigur.
Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira