Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru á öndunarvél.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Landlæknir hvetur heilbrigðisráðherra til að beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum verði afturkölluð. Hjúkrunarfræðingar fara fram á að fá sérstaka greiðslu vegna aukaálags við umönnun sjúklinga með Covid 19. Forstjórinn segir koma til greina að umbuna þeim sérstaklega. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá kynnum við okkur nýtt smitrakningarapp, ræðum við hjúkrunarfræðing í framlínunni og fylgjumst með stöðunni erlendis. Grikkir settu Ritsóna-flóttamannabúðirnar í tveggja vikna sóttkví í dag eftir að tuttugu einstaklingar greindust með kórónuveiruna.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×