Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru á öndunarvél.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Landlæknir hvetur heilbrigðisráðherra til að beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum verði afturkölluð. Hjúkrunarfræðingar fara fram á að fá sérstaka greiðslu vegna aukaálags við umönnun sjúklinga með Covid 19. Forstjórinn segir koma til greina að umbuna þeim sérstaklega. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá kynnum við okkur nýtt smitrakningarapp, ræðum við hjúkrunarfræðing í framlínunni og fylgjumst með stöðunni erlendis. Grikkir settu Ritsóna-flóttamannabúðirnar í tveggja vikna sóttkví í dag eftir að tuttugu einstaklingar greindust með kórónuveiruna.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.