Hótelstjóri á Fáskrúðsfirði ósáttur við útleigu Minjaverndar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Eigandi Hótel Bjargs hefur áhyggjur af samkeppninni við Fosshótel. Mynd/aðsent „Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira