Hótelstjóri á Fáskrúðsfirði ósáttur við útleigu Minjaverndar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Eigandi Hótel Bjargs hefur áhyggjur af samkeppninni við Fosshótel. Mynd/aðsent „Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
„Þeir byggðu fyrir skömmu Franska spítalann, ég hef ekkert nema gott um það að segja, og þau eru með hótelaðstöðu þarna, eru með 28 herbergi eða svo. En núna frétti ég að því að þau eru að bæta við 20 eða 40 herbergjum í viðbyggingu sem bætist við þetta,“ segir Karvel Ögmundsson, eigandi Hótel Bjargs á Fáskrúðsfirði. Hótel Bjarg skammt frá hóteli Fosshótela í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Karvel er ósáttur við að Minjavernd, sem byggði Franska spítalann, skuli leigja gistiaðstöðu hússins til Fosshótela.Karvel Ögmundsson„Minjavernd er að byggja þetta og Fosshótel er að leigja af þeim. Svo sáu þeir fram á það að Franski spítalinn væri of lítill með 28 herbergi og Minjavernd ákveður að gera þetta stærra. Og það er það sem ég er ósáttur við; að þeir eru komnir út í beina samkeppni við mig.“ Karvel segir erfitt að standa í samkeppni og að ekki bæti úr skák að Fjarðabyggð skuli leigja hluta Franska spítalans, sem safn sem trekki ferðamenn að Fosshótelum. „Það er mun minni velta í ár en í fyrra og ég er meira að segja búinn að lækka verðið til að vera samkeppnishæfur. Ef þetta heldur svona áfram er ég bara búinn að vera,“ segir Karvel.Þorsteinn Bergsson„Minjavernd hefur nú aldeilis leigt húsnæði út og suður og hefur gert það í yfir 30 ár,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Hún lifir á því að leigja út húsnæði bæði í Reykjavík og úti á landi.“ Minjavernd er ekki á fjárhagslegu framfæri ríkisins né Reykjavíkurborgar þó að þessir aðilar séu hvor um sig eigendur að Minjavernd. Spurður út í það hvort Minjavernd stundi opin útboð við útleigu á húsnæðum sínum segir Þorsteinn að allur gangur sé á því. Íslandshótel, sem eru eigandi Fosshótela, hafi reynst vel. „Minjavernd hefur átt ágætt samstarf við eigendur Íslandshótela. Þegar þessi hugsun kemur upp austur á landi þá var það einfalt mál. Það var enginn annar sem hafði áhuga á að reka hótel á þeim tíma á þeim stað. Við eigum alveg prýðisgóða sögu með Íslandshótelum.“ Þorsteinn segir að kynning á Franska spítalanum hafi farið fram innan Fjarðabyggðar löngu áður en gengið var til samninga við Fosshótel. „Þannig að ef aðrir hefðu haft áhuga þá hefðu þeir getað látið í sér heyra.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira