Tölvuleikir draga úr glæpum unglinga Snærós Sindradóttir skrifar 21. maí 2014 07:00 Unglingar nú til dags drekka minna, reykja minna, dópa minna og hafa minnkað afbrotin svo um munar. NordicPhotos/Getty Afbrotum ungmenna á aldrinum ellefu til sautján ára hefur fækkað gríðarlega á síðastliðnum sjö árum. Þetta kom fram á ársþingi norrænna afbrotafræðinga í Danmörku fyrr í þessum mánuði, en sömu þróun má sjá á öðrum Norðurlöndum. Á höfuðborgarsvæðinu einu saman hefur afbrotum ungmenna fækkað um 55 prósent frá árinu 2007. Þetta er öfug þróun við fyrri hugmyndir fræðinga um að afbrotum fjölgi í efnahagsþrengingum.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að rekja megi fækkun brotanna til lífsstílsbreytinga hjá ungu fólki. „Í dag eru börn einfaldlega meira heima hjá sér. Stór hluti samskipta þeirra fer fram í gegnum tölvur og svo virðist sem internetið og tölvuleikir veiti þeim þá útrás sem þau þurfa.“ Helgi segir að jafnframt haldist fækkun afbrota í hendur við minnkandi neyslu áfengis og vímuefna hjá unglingum. „Unglingar eru ekki lengur í þessu sjoppuhangsi. Þau eru í skipulögðu starfi allan daginn og upptekin við bæði skóla og félagslíf. Svo eru færri börn á hvern fullorðinn einstakling sem skýrir hvernig okkur fullorðna fólkinu tekst að fylgjast betur með ungmennunum okkar.“Helgi Gunnlaugsson Afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/GVAFækkun afbrota birtist helst hjá drengjum þrátt fyrir að fækkun hafi átt sér stað hjá báðum kynjum. „Einu sinni var það þannig að stelpur brutu einu sinni af sér á móti hverjum fjórum brotum stráka. Nú eru brot stráka tvö á móti hverju einu broti stelpna. Þeir eru enn helmingi líklegri til að brjóta af sér en það hefur augljóslega dregið saman með kynjunum,“ segir Helgi. Að sögn Helga hófst fækkun brota ungmenna í Bandaríkjunum árið 1996. Þá var hún oft tengd harðri refsistefnu sem rekin er þar í landi. Fækkun í brotum í öðrum Evrópulöndum, sérstaklega á Norðurlöndunum, afsannar þá kenningu. Helgi segir tölurnar koma mjög á óvart. „Þegar við sáum þessa fækkun fyrstu tvö árin gerðum við ekki mikið úr tölunum. Það hafa áður komið sveiflur í afbrotum ungmenna sem svo hafa jafnað sig. En þegar við erum að horfa upp á áberandi minnkun í sjö ár samfleytt verðum við að viðurkenna að það er eitthvað mikið að gerast. Tölurnar gefa tilefni til bjartsýni.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Afbrotum ungmenna á aldrinum ellefu til sautján ára hefur fækkað gríðarlega á síðastliðnum sjö árum. Þetta kom fram á ársþingi norrænna afbrotafræðinga í Danmörku fyrr í þessum mánuði, en sömu þróun má sjá á öðrum Norðurlöndum. Á höfuðborgarsvæðinu einu saman hefur afbrotum ungmenna fækkað um 55 prósent frá árinu 2007. Þetta er öfug þróun við fyrri hugmyndir fræðinga um að afbrotum fjölgi í efnahagsþrengingum.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að rekja megi fækkun brotanna til lífsstílsbreytinga hjá ungu fólki. „Í dag eru börn einfaldlega meira heima hjá sér. Stór hluti samskipta þeirra fer fram í gegnum tölvur og svo virðist sem internetið og tölvuleikir veiti þeim þá útrás sem þau þurfa.“ Helgi segir að jafnframt haldist fækkun afbrota í hendur við minnkandi neyslu áfengis og vímuefna hjá unglingum. „Unglingar eru ekki lengur í þessu sjoppuhangsi. Þau eru í skipulögðu starfi allan daginn og upptekin við bæði skóla og félagslíf. Svo eru færri börn á hvern fullorðinn einstakling sem skýrir hvernig okkur fullorðna fólkinu tekst að fylgjast betur með ungmennunum okkar.“Helgi Gunnlaugsson Afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/GVAFækkun afbrota birtist helst hjá drengjum þrátt fyrir að fækkun hafi átt sér stað hjá báðum kynjum. „Einu sinni var það þannig að stelpur brutu einu sinni af sér á móti hverjum fjórum brotum stráka. Nú eru brot stráka tvö á móti hverju einu broti stelpna. Þeir eru enn helmingi líklegri til að brjóta af sér en það hefur augljóslega dregið saman með kynjunum,“ segir Helgi. Að sögn Helga hófst fækkun brota ungmenna í Bandaríkjunum árið 1996. Þá var hún oft tengd harðri refsistefnu sem rekin er þar í landi. Fækkun í brotum í öðrum Evrópulöndum, sérstaklega á Norðurlöndunum, afsannar þá kenningu. Helgi segir tölurnar koma mjög á óvart. „Þegar við sáum þessa fækkun fyrstu tvö árin gerðum við ekki mikið úr tölunum. Það hafa áður komið sveiflur í afbrotum ungmenna sem svo hafa jafnað sig. En þegar við erum að horfa upp á áberandi minnkun í sjö ár samfleytt verðum við að viðurkenna að það er eitthvað mikið að gerast. Tölurnar gefa tilefni til bjartsýni.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira