Innlent

Búið að sleppa Leifsgötumönnunum

Fjölmennt lið lögreglu og sérsvetiar var kvatt að Leifsgötu í morgun. Mynd/ Einar.
Fjölmennt lið lögreglu og sérsvetiar var kvatt að Leifsgötu í morgun. Mynd/ Einar.

Búið er að taka skýrslur af tveimur mönnum sem voru handteknir á Leifsgötu í morgun eftir að fjölmennt lið lögreglu og víkingasveitar hafði verið kvatt á staðinn. Það var um ellefuleytið í morgun að lögreglan fékk tilkynningu um að maður hefði ógnað fólki með hníf. Þegar lögreglan kom á staðinn var enginn hnífur sjáanlegur. Mennirnir tveir voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu, en sleppt að skýrslutöku lokinni og óvíst er hvort þeir verði ákærðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×