Við teljum okkur vita allt um FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2013 00:01 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sést hér hlusta á spurningu á blaðamannafundi í gær. Mynd/Arnþór FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira
FH fær belgíska félagið Genk í heimsókn í dag í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í Kaplakrika. FH er komið ótrúlega nálægt því að lengja tímabilið sitt um tíu vikur en til þess þarf liðið að slá út mjög sterkt belgískt lið. FH þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn í næstu viku.Lífsnauðsynlegt að halda hreinu „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að halda markinu hreinu í heimaleiknum því það er alltaf dýrt að fá á sig mark á heimavelli. Ég myndi sætta mig við 1-0 sigur en 0-0 eru ágætis úrslit,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á blaðamannafundi í gær. Heimir hrósaði sóknarleik Genk og telur að þetta sé sterkara lið en það austurríska sem FH var svo nálægt því að slá út úr Meistaradeildinni á dögunum. „Ég held að þetta lið sé betra en Austria Vín, ekki mikið betra, en liðið er heilsteyptara og með fleiri hættulega einstaklinga innan liðsins. Genk spilaði í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum og er einn af stærstu klúbbunum í Belgíu,“ segir Heimir. Mario Been, þjálfari Genk, hrósaði FH-liðinu á blaðamannafundi. „Við teljum okkur vita allt um FH. Við komum hingað tvisvar, fyrst á heimaleik hjá þeim og svo fór ég sjálfur upp á Akranes á sunnudaginn. Það sem ég sá var sönnun á því sem ég vissi fyrir. Þeir eru með sterkt lið og öflugir fram á við og gera skorað mörk. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum og eru mjög sterkir í vörn. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Been en hann sá FH vinna ÍA 6-2. „Ég sá leiki þeirra á móti Austria Vín á myndbandi og sá þá vera aðeins hársbreidd frá því að komast áfram. Þeir sýndu þar að þeir geta keppt við bestu liðin í Evrópu og það er viðvörun til okkar fyrir leikinn á morgun. Við vitum nóg um þetta lið og þeirra helsti styrkleiki er liðsheildin,“ sagði Been en hann taldi Björn Daníel Sverrisson vera besta leikmann FH.Hrifinn af Birni Daníel „Ég er mjög hrifinn af leikmanni númer 10 (Björn Daníel Sverrisson) og ég er mjög ánægður með að leikmaður númer 15 (Guðmann Þórisson) er í leikbanni. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag. Leikmaður númer 10 er klassa leikmaður sem er alltaf kominn inn í teig og skorar mikið,“ sagði Been. Heimir tók undir það að Been ætti að vera ánægður með að Guðmann Þórisson er í leikbanni í kvöld. „Guðmann er búinn að vera að spila vel í síðustu leikjum og hefur spilað vel í þessum Evrópuleikjum. Auðvitað er missir að honum en það er stundum þannig í fótbolta að ef menn kunna ekki að hemja skap sitt þá fylgir því svolítið mikið af gulum spjöldum,“ skaut Heimir á miðvörðinn sinn.Hitt snerist meira um peninga Það var gríðarlega mikil umræða um alla þá peninga sem voru í boði í aðdraganda leikjanna við Austria Vín og fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason taldi ástæðu til að nefna það á blaðamannafundi í gær. „Það var mjög erfitt próf hjá okkur í síðasta (Evrópu)leik og kannski var meira undir í þeim leik. Þessir leikir eru meira upp á það sem leikmenn vilja, sem er að komast í riðlakeppni og lengra í Evrópukeppni, en hitt snerist mikið um peninga. Meira reyndar hjá ykkur en okkur nokkurn tímann. Það er ekki hægt að neita því að þetta verður mjög erfitt og verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Páll.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira