Menning

Bein útsending: Rauðhetta og úlfurinn

Tinni Sveinsson skrifar
Rauðhetta í skóginum.
Rauðhetta í skóginum. Vísir/Getty

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða landsmönnum upp á skemmtiefni í beinu streymi í samkomubanninu.

Á laugardögum er áherslan lögð á börn og hafa leikarar leikhússins hvor af öðrum lesið ævintýri með tilþrifum.

Í dag klukkan 12 er komið að leikkonunni Esther Thalíu Casey og ætlar hún að lesa ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Sagan um Gosa

Haraldur Ari Stefánsson sem leikur Gosa í uppsetningu Borgarleikhússins á ævintýrum spýtustráksins les söguna um Gosa.

Bein útsending: Pétur Pan

Í dag klukkan tólf á hádegi les Sigurður Þór Óskarsson leikari ævintýrið um Pétur Pan.

Refurinn úr Gosa les Greppikló

Í dag klukkan tólf á hádegi bregður Katla Margrét Þorgeirsdóttir sér í hlutverk refsins úr Gosa og les ævintýrið um Greppikló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×