Fótbolti

Heimir vonast eftir því að landa Aroni um helgina og segir ekkert kurr í leikmannahópnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Bjarnason spilaði frábærlega í Pepsi Max deildinni síðasta sumar.
Aron Bjarnason spilaði frábærlega í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Vísir/Bára

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla, vonast eftir því að Aron Bjarnason gangi til liðs við félagið á láni um helgina en þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolti.net í dag.

Aron er á mála tjá Ujpest í Ungverjalandi en hann kom þangað síðasta sumar. Nú virðist hann vera á leið aftur til Íslands en Heimir segir að Valsmenn séu að reyna fá hann lánaðan. Það klárist vonandi um helgina.

„Hann er góður leikmaður og stóð sig vel með Breiðabliki á síðustu leiktíð. Við erum vongóðir að hann geti hjálpað okkur ef lánssamningurinn næst í gegn,” sagði Heimir við Fotbolti.net.

Heimir kannast ekki við þær raddir, sem rætt var um í hlaðvarpinu Dr. Football, að pirringur væri í leikmannahópi liðsins að nýr leikmaður væri að koma til félagsins eftir að leikmenn hefðu tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.

„Ég hef ekki heyrt það. Það er engin óánægja í leikmannahópnum, ekkert sem ég hef heyrt,” sagði Heimir um þær umræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×