Á batavegi eftir heilaétandi amöbu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 22:47 Af þeim 128 einstaklingum í Bandaríkjunum sem sýkst hafa af amöbum sem þessum á árunum 1962 til ársins 2012, er Kali einungis önnur sem lifir af. Hin 12 ára gamla Kali Hardig er á batavegi eftir að það uppgötvaðist að heilaétandi amaba hefði komið sér fyrir í höfði stúlkunnar. Talið er að stúlkan hafi komist í snertingu við slímdýrið í júlí þegar hún stakk sér til sunds í garði einum í Little Rock í Arkansas. Af þeim 128 einstaklingum í Bandaríkjunum sem sýkst hafa af amöbutegundinni á árunum 1962 til ársins 2012, er Kali einungis önnur sem lifir af. Móðir stúlkunnar sagði í samtali við NBC fréttastofuna að Kali ætti í erfiðleikum með talmálið en að hún gæti myndað nokkur orð, þar á meðal já, nei, mamma og pabbi. Læknar segja ástand Kali stöðugt en hún hefur þurft að dvelja í nokkrar vikur í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hin lífshættulega amöbutegund, Naegleria fowleri, lifir í heitu vatni og kemst inn í líkamann í gegnum nef manna. Þaðan þræðir hún sig svo upp að heilanum og ræðst á hann með því að éta upp heilafrumurnar. Kali var lögð inn á barnaspítalann í Arkansas hinn 19. júlí með háan hita og uppköst. Læknar komust fljótt að því hvað væri að hrjá hana og hófu strax meðferð. Hún fékk sveppadrepandi lyf sem drógu úr bólgum í heila og í kjölfarið var henni gefið tilraunalyfið Miltefosine, sem upprunlega var þróað sem lyf gegn brjóstakrabbameini. Læknar segja að niðurstöðurnar sýni engin ummerki um að slímdýrið sé lengur að finna í líkama stúlkunnar. Þeir vita þó ekki hvort tilraunalyfið hafi gert gæfumuninn en ungur drengur, sem einnig var sýktur af amöbutegundinni, lést nýverið þrátt fyrir að hafa fengið lyfið. Það er vefurinn Livescience sem greinir frá. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Hin 12 ára gamla Kali Hardig er á batavegi eftir að það uppgötvaðist að heilaétandi amaba hefði komið sér fyrir í höfði stúlkunnar. Talið er að stúlkan hafi komist í snertingu við slímdýrið í júlí þegar hún stakk sér til sunds í garði einum í Little Rock í Arkansas. Af þeim 128 einstaklingum í Bandaríkjunum sem sýkst hafa af amöbutegundinni á árunum 1962 til ársins 2012, er Kali einungis önnur sem lifir af. Móðir stúlkunnar sagði í samtali við NBC fréttastofuna að Kali ætti í erfiðleikum með talmálið en að hún gæti myndað nokkur orð, þar á meðal já, nei, mamma og pabbi. Læknar segja ástand Kali stöðugt en hún hefur þurft að dvelja í nokkrar vikur í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hin lífshættulega amöbutegund, Naegleria fowleri, lifir í heitu vatni og kemst inn í líkamann í gegnum nef manna. Þaðan þræðir hún sig svo upp að heilanum og ræðst á hann með því að éta upp heilafrumurnar. Kali var lögð inn á barnaspítalann í Arkansas hinn 19. júlí með háan hita og uppköst. Læknar komust fljótt að því hvað væri að hrjá hana og hófu strax meðferð. Hún fékk sveppadrepandi lyf sem drógu úr bólgum í heila og í kjölfarið var henni gefið tilraunalyfið Miltefosine, sem upprunlega var þróað sem lyf gegn brjóstakrabbameini. Læknar segja að niðurstöðurnar sýni engin ummerki um að slímdýrið sé lengur að finna í líkama stúlkunnar. Þeir vita þó ekki hvort tilraunalyfið hafi gert gæfumuninn en ungur drengur, sem einnig var sýktur af amöbutegundinni, lést nýverið þrátt fyrir að hafa fengið lyfið. Það er vefurinn Livescience sem greinir frá.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira